Innlent

Margfalt fleiri kannabisverksmiðjur upprættar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan hefur náð góðum árangri í fíkniefnastríðinu í ár. Mynd/ Anton.
Lögreglan hefur náð góðum árangri í fíkniefnastríðinu í ár. Mynd/ Anton.

Lögreglan hefur upprætt margfalt fleiri kannabisverksmiðjur í ár en mörg ár á undan. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Ríkislögrelgustjóra hefur lögreglan lagt hald á 9544 kannabisplöntur það sem af er árinu 2009. Allt árið í fyrra var lagt hald á 893 plöntur. Að meðaltali lagði lögreglan hald á um 1240 kannabisplöntur á árunum 2002 - 2007.

Svipaða sögu er að segja af amfetamíni en samkvæmt bráðabirgðatölum Ríkislögreglustjóra hefur lögreglan lagt hald á 74 kíló af amfetamíni það sem af er árinu. Allt árið í fyrra lagði lögreglan hins vegar hald á tæp 11 kíló af amfetamíni. Þegar litið er til áranna 2002-2007 sést að þá voru að meðaltali haldlögð um 19 kíló á hverju ári.

Stærsta einstaka fíkniefnasmyglið sem lögreglan hefur stöðvað hér á landi á þessu ári er svokallað Papeyjarmál þar sem sex menn reyndu að smygla 55 kílóum af amfetamíni, 54 kílóum af kannabis og 10 þúsund e-töflur til landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×