Enski boltinn

Huddlestone biður um tækifæri

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fulham hefur áhuga á Huddlestone.
Fulham hefur áhuga á Huddlestone.

Tom Huddlestone, miðjumaður Tottenham, viðurkennir að vera orðinn óþolinmóður í bið sinni eftir því að fá tækifæri til að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu.

Huddlestone hefur aðeins verið í byrjunarliðinu í 10 úrvalsdeildarleikjum á tímabilinu og hefur algjörlega verið úti í kuldanum að undanförnu. Hann kom síðast við sögu í deildinni þegar hann kom inn sem varamaður undir lokin í sigurleik gegn Stoke í janúar.

Sagan segir að Fulham fylgist með stöðu mála hjá Huddlestone og hafi gert Tottenham tilboð í leikmanninn í janúar en því hafi verið hafnað.

„Þetta hefur verið mjög erfitt að undanförnu. Ef ég mun fá tækifæri mun ég gera allt til að minna knattspyrnustjórann á hvað ég get gert. Það er erfið staða að fá ekki að spila. Ég þarf bara að halda áfram að reyna að sanna tilverurétt minn í liðinu," sagði Huddlestone.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×