Fótbolti

Arnór spilaði í sigri Heerenveen

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnór Smárason í leik með Heerenveen.
Arnór Smárason í leik með Heerenveen. Nordic Photos / Getty Images
Arnór Smárason spilaði lengst af í 2-1 sigri Heerenveen á Groningen í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Arnór kom inn á sem varamaður fyrir Króatann Danijel Pranjic strax á fjórtándu mínútu og lék allan leikinn eftir það.

Norðmaðurinn Christian Grindheim skoraði fyrra mark Heerenveen á 59. mínútu en Groningen jafnaði metin níu mínútum síðar.

Sigurmarkið kom svo í uppbótartíma en þar var Svíinn Viktor Elm að verki fyrir Heerenveen.

Heerenveen er í fjórða sæti deildarinnar með 51 stig, rétt eins og Ajax sem á leik til góða.

Twente er í öðru sæti með 54 stig og AZ á toppnum með 63.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×