Umfjöllun: Blikasigur gegn slökum Keflvíkingum 9. ágúst 2009 18:00 Keflvíkingurinn Hólmar Örn Rúnarsson. Mynd/Valli Breiðablik vann verðskuldaðan 3-0 sigur á Keflvíkingum suður með sjó í kvöld. Þeir þoka sér því aðeins lengra frá fallsætunum og hafa nú unnið tvo leiki í röð. Keflvíkingar töpuðu hins vegar sínum öðrum leik í röð og falla niður í 5.sætið. Fyrri hálfleikur var fremur tíðindalítill í kvöld. Það virtist áberandi hversu mikið heimamenn söknuðu Símun Samúelsen, sem var í leikbanni, en sóknarleikur þeirra var afar rislítill í hálfleiknum. Blikar spiluðu hins vegar ágætlega, héldu boltanum oft vel sín á milli og Arnar Grétarsson hafði tökin á miðjunni. Á 17.mínútu kom Kristinn Steindórsson þeim yfir með marki af markteig eftir góða sendingu frá Árna Kristni Gunnarssyni. Varnarleikur Keflvíkinga var ekki upp á marga fiska í þessu tilviki og Ómar Jóhannsson var frosinn á línunni. Eftir þetta gerðist lítið markvert í fyrri hálfleiknum. Breiðablik var þó nær því að bæta við marki þegar Arnar Grétarsson var sloppinn í gegn en Ómar sá við honum í markinu. Hættulegasta færi heimamanna skapaði Magnús Þorsteinsson upp á eigin spýtur, en hann var hins vegar alltof lengi að athafna sig og færið rann út í sandinn. Síðari hálfleikur hófst með miklu fjöri því strax á 51.mínútu fengu Keflvíkingar vítaspyrnu þegar Jón Gunnar Eysteinsson féll í teignum eftir baráttu við bakvörðinn Árna Kristin. Þorvaldur dómari var ekki í nokkrum vafa þegar hann benti á punktinn en Magnús Sverrir Þorsteinsson skaut hins vegar hátt yfir úr spyrnunni og mistókst því að jafna leikinn fyrir heimamenn. Það var svo ekki nema um tíu mínútum seinna að áðurnefndur Árni Kristinn, sem átti mjög góðan leik fyrir Blika í kvöld, kom Blikum í 2-0 með ansi skondnu marki. Hann stóð þá langt úti á hægri kanti, sendi boltann í átt að marki og þó svo að líklega hafi verið um sendingu að ræða endaði boltinn í fjærhorninu og Blikar því komnir í 2-0. Árni sagði reyndar í spjalli við blaðamann að leik loknum að hann hafi ætlað sér að skjóta og benti á sér til stuðnings nánast eins mark sem hann skoraði fyrir nokkrum árum síðan í leik gegn KA. Eftir mark Árna ógnuðu Keflvíkingar í tvígang marki Breiðabliks án þess þó að skora. Leikur þeirra var alls ekki nógu góður og litlar framfarir að merkja frá því í leiknum gegn Fram sem tapaðist 5-0. Sóknarleikur þeirra var afar bitlaus og Breiðablik með öll tök á miðjunni, auk þess sem varnarmenn Keflavíkur voru að gera sjaldséð mistök í sínum leik. Blikar bættu hins vegar við þriðja markinu á 86.mínútu og var þar að verki Alfreð Finnbogason með sitt níunda mark í sumar. Alfreð var svo nálægt því að bæta við fjórða markinu þegar hann skaut framhjá úr dauðafæri, en sigurinn var tryggður og Blikar fögnuðu vel í leikslok.Keflavík - Breiðablik 0-10-1 Kristinn Steindórsson (17.mín) 0-2 Árni Kristinn Gunnarsson (62.mín) 0-3 Alfreð Finnbogason (86.mín) Keflavíkurvöllur. Áhorfendur: 780 Dómari: Þorvaldur Árnason (7) Skot (á mark): 8-12 (2-5)Varin skot: Ómar 2 - Ingvar 2Horn: 11 - 5Aukaspyrnur fengnar: 10 – 6Rangstöður: 3 – 7 Keflavík (4-4-2) Ómar Jóhannsson 5 Guðjón Árni Antoníusson 3 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 3 Haraldur Freyr Guðmundsson 4 Nicolai Jörgensen 4 Magnús Sverrir Þorsteinsson 3 Jón Gunnar Eysteinsson 6 Hólmar Örn Rúnarsson 5 Jóhann Birnir Guðmundsson 5 Magnús Þórir Matthíasson 4 (65 Bessi Víðsson 6) Guðmundur Steinarsson 3 Breiðblik (4-5-1)Ingvar Þór Kale 6 Árni Kristinn Gunnarsson 8 Guðmann Þórisson 7Elfar Freyr Helgason 8 – Maður leiksins (71 Kári Ársælsson -) Kristinn Jónsson 8 Olgeir Sigurgeirsson 6 Guðmundur Kristjánsson 6 Finnur Orri Margeirsson 6 Arnar Grétarsson 7 (65 Alfreð Finnbogason 7) Kristinn Steindórsson 6 (87 Andri Rafn Yeoman -) Guðmundur Pétursson 7 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Keflavík - Breiðablik Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristján: Þegar eitthvað er bilað þarf að gera við Keflvíkingar töpuðu sínum öðrum leik í röð í Pepsi-deildinni þegar þeir biðu 3-0 ósigur gegn Breiðablik á heimavelli sínum í Keflavík. Keflvíkingar hafa þar með fengið á sig 8 mörk í tveimur leikjum og það án þess að skora. 9. ágúst 2009 21:24 Ólafur: Nú henda þeir mér út hjá Kúagerði og ég hleyp heim í Kópavog Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks var mjög ánægður með stigin þrjú sem lærisveinar hans tóku með sér frá Keflavík í kvöld. Blikar eru því komnir í ágæta fjarlægð frá fallsætunum eftir tvo sigurleiki í röð. 9. ágúst 2009 21:42 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Breiðablik vann verðskuldaðan 3-0 sigur á Keflvíkingum suður með sjó í kvöld. Þeir þoka sér því aðeins lengra frá fallsætunum og hafa nú unnið tvo leiki í röð. Keflvíkingar töpuðu hins vegar sínum öðrum leik í röð og falla niður í 5.sætið. Fyrri hálfleikur var fremur tíðindalítill í kvöld. Það virtist áberandi hversu mikið heimamenn söknuðu Símun Samúelsen, sem var í leikbanni, en sóknarleikur þeirra var afar rislítill í hálfleiknum. Blikar spiluðu hins vegar ágætlega, héldu boltanum oft vel sín á milli og Arnar Grétarsson hafði tökin á miðjunni. Á 17.mínútu kom Kristinn Steindórsson þeim yfir með marki af markteig eftir góða sendingu frá Árna Kristni Gunnarssyni. Varnarleikur Keflvíkinga var ekki upp á marga fiska í þessu tilviki og Ómar Jóhannsson var frosinn á línunni. Eftir þetta gerðist lítið markvert í fyrri hálfleiknum. Breiðablik var þó nær því að bæta við marki þegar Arnar Grétarsson var sloppinn í gegn en Ómar sá við honum í markinu. Hættulegasta færi heimamanna skapaði Magnús Þorsteinsson upp á eigin spýtur, en hann var hins vegar alltof lengi að athafna sig og færið rann út í sandinn. Síðari hálfleikur hófst með miklu fjöri því strax á 51.mínútu fengu Keflvíkingar vítaspyrnu þegar Jón Gunnar Eysteinsson féll í teignum eftir baráttu við bakvörðinn Árna Kristin. Þorvaldur dómari var ekki í nokkrum vafa þegar hann benti á punktinn en Magnús Sverrir Þorsteinsson skaut hins vegar hátt yfir úr spyrnunni og mistókst því að jafna leikinn fyrir heimamenn. Það var svo ekki nema um tíu mínútum seinna að áðurnefndur Árni Kristinn, sem átti mjög góðan leik fyrir Blika í kvöld, kom Blikum í 2-0 með ansi skondnu marki. Hann stóð þá langt úti á hægri kanti, sendi boltann í átt að marki og þó svo að líklega hafi verið um sendingu að ræða endaði boltinn í fjærhorninu og Blikar því komnir í 2-0. Árni sagði reyndar í spjalli við blaðamann að leik loknum að hann hafi ætlað sér að skjóta og benti á sér til stuðnings nánast eins mark sem hann skoraði fyrir nokkrum árum síðan í leik gegn KA. Eftir mark Árna ógnuðu Keflvíkingar í tvígang marki Breiðabliks án þess þó að skora. Leikur þeirra var alls ekki nógu góður og litlar framfarir að merkja frá því í leiknum gegn Fram sem tapaðist 5-0. Sóknarleikur þeirra var afar bitlaus og Breiðablik með öll tök á miðjunni, auk þess sem varnarmenn Keflavíkur voru að gera sjaldséð mistök í sínum leik. Blikar bættu hins vegar við þriðja markinu á 86.mínútu og var þar að verki Alfreð Finnbogason með sitt níunda mark í sumar. Alfreð var svo nálægt því að bæta við fjórða markinu þegar hann skaut framhjá úr dauðafæri, en sigurinn var tryggður og Blikar fögnuðu vel í leikslok.Keflavík - Breiðablik 0-10-1 Kristinn Steindórsson (17.mín) 0-2 Árni Kristinn Gunnarsson (62.mín) 0-3 Alfreð Finnbogason (86.mín) Keflavíkurvöllur. Áhorfendur: 780 Dómari: Þorvaldur Árnason (7) Skot (á mark): 8-12 (2-5)Varin skot: Ómar 2 - Ingvar 2Horn: 11 - 5Aukaspyrnur fengnar: 10 – 6Rangstöður: 3 – 7 Keflavík (4-4-2) Ómar Jóhannsson 5 Guðjón Árni Antoníusson 3 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 3 Haraldur Freyr Guðmundsson 4 Nicolai Jörgensen 4 Magnús Sverrir Þorsteinsson 3 Jón Gunnar Eysteinsson 6 Hólmar Örn Rúnarsson 5 Jóhann Birnir Guðmundsson 5 Magnús Þórir Matthíasson 4 (65 Bessi Víðsson 6) Guðmundur Steinarsson 3 Breiðblik (4-5-1)Ingvar Þór Kale 6 Árni Kristinn Gunnarsson 8 Guðmann Þórisson 7Elfar Freyr Helgason 8 – Maður leiksins (71 Kári Ársælsson -) Kristinn Jónsson 8 Olgeir Sigurgeirsson 6 Guðmundur Kristjánsson 6 Finnur Orri Margeirsson 6 Arnar Grétarsson 7 (65 Alfreð Finnbogason 7) Kristinn Steindórsson 6 (87 Andri Rafn Yeoman -) Guðmundur Pétursson 7 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Keflavík - Breiðablik Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristján: Þegar eitthvað er bilað þarf að gera við Keflvíkingar töpuðu sínum öðrum leik í röð í Pepsi-deildinni þegar þeir biðu 3-0 ósigur gegn Breiðablik á heimavelli sínum í Keflavík. Keflvíkingar hafa þar með fengið á sig 8 mörk í tveimur leikjum og það án þess að skora. 9. ágúst 2009 21:24 Ólafur: Nú henda þeir mér út hjá Kúagerði og ég hleyp heim í Kópavog Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks var mjög ánægður með stigin þrjú sem lærisveinar hans tóku með sér frá Keflavík í kvöld. Blikar eru því komnir í ágæta fjarlægð frá fallsætunum eftir tvo sigurleiki í röð. 9. ágúst 2009 21:42 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Kristján: Þegar eitthvað er bilað þarf að gera við Keflvíkingar töpuðu sínum öðrum leik í röð í Pepsi-deildinni þegar þeir biðu 3-0 ósigur gegn Breiðablik á heimavelli sínum í Keflavík. Keflvíkingar hafa þar með fengið á sig 8 mörk í tveimur leikjum og það án þess að skora. 9. ágúst 2009 21:24
Ólafur: Nú henda þeir mér út hjá Kúagerði og ég hleyp heim í Kópavog Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks var mjög ánægður með stigin þrjú sem lærisveinar hans tóku með sér frá Keflavík í kvöld. Blikar eru því komnir í ágæta fjarlægð frá fallsætunum eftir tvo sigurleiki í röð. 9. ágúst 2009 21:42