Íslenski boltinn

Tryggvi: Þeir voru ákveðnari í að ná sigri

Elvar Geir Magnússon skrifar
Tryggvi Guðmundsson. Mynd/Arnþór
Tryggvi Guðmundsson. Mynd/Arnþór

Íslandsmeistarar FH töpuðu sínum fyrsta heimaleik í Pepsi-deildinni á tímabilinu þegar þeir biðu lægri hlut fyrir KR-ingum í mögnuðum fótboltaleik í kvöld.

„Sem betur fer er þetta tilfinning sem við þekkjum ekki vel. En við verðum að kunna að tapa líka. Þetta var skemmtilegur og opinn leikur þar sem það voru færi á báða bóga og þetta hefði getað dottið hvorum megin sem var. Þeir voru bara ákveðnari í að sigra þetta í dag," sagði Tryggvi Guðmundsson, leikmaður FH.

Leikurinn endaði 2-4 og eins og tölurnar gefa til kynna var hann hreint mögnuð skemmtun. „Þeir eru mun betri núna en þegar við mættum þeim fyrr í sumar. Enda hefur liðinu gengið vel í bikar og Evrópukeppni og það gefur þeim aukið sjálfstraust," sagði Tryggvi.

„Við ætluðum okkur sigur en þeir unnu og ég óska þeim til hamingju með það. En við erum enn efstir og með allt í okkar höndum og fáum viku til að einbeita okkur að næsta leik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×