Enski boltinn

Konan mín hefði skorað

Elvar Geir Magnússon skrifar
Darren Bent fór illa með dauðafæri undir lok leiksins.
Darren Bent fór illa með dauðafæri undir lok leiksins.

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, sér ekki eftir ummælum sínum um sóknarmanninn Darren Bent á laugardag. Bent misnotaði dauðafæri til að tryggja Tottenham sigur á Portsmouth en leikurinn endaði 1-1.

Redknapp sagði eftir leikinn að konan sín hefði skorað úr þessu færi. Hann sér ekki eftir því og segir að leikmenn verði að geta tekið ábyrgð á eigin mistökum.

„Ég sé ekki eftir þessum ummælum. Hvað átti ég að segja? Þetta var góð tilraun? Hann var óheppinn? Hann gerði sitt besta?" sagði Redknapp. „Stundum verður maður að segja það sem maður er að hugsa. Ég hef talað við Bent eftir þetta og það er ekkert vandamál."

„Ef ég myndi taka því illa sem fólk segir um mig þá myndi ég ekki fara út á morgnana," sagði Redknapp sem þekktur er fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×