Fótbolti

Matthäus að hætta hjá Maccabi Natanya

Nordic Photos/Getty Images

Þjóðverjinn Lothar Matthäus mun hætta að þjálfa ísraelska liðið Maccabi Natanya í lok leiktíðar eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu.

Matthäus, sem var fyrirliði heimsmeistara Þjóðverja árið 1990, hefur ekki notið viðlíka velgengni sem þjálfari og er lið hans sem stendur í fjórða sæti í deildinni eftir að hafa lent í öðru sæti árin tvö þar á undan.

Matthäus var með tveggja ára samning við félagið, en ætlar að hætta að lokinni yfirstandandi leiktíð.

Natanya var með háleit markmið fyrir leiktíðina og ætlaði m.a. að stórbæta alla aðstöðu á heimavelli liðsins, en ekkert varð úr því af fjárhagslegum ástæðum.

Matthäus hefur áður þjálfað Rapid Vín, Partizan Belgrad, Atletico Paranaense, FC Salzburg og landslið Ungverja sem hann þjálfaði m.a. til sigurs í landsleik á Laugardalsvelli fyrir nokkrum árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×