Erlent

Vel heppnuð geimferð

Discovery Geimferjan er komin aftur til jarðar eftir þrettán daga ferðalag.
Discovery Geimferjan er komin aftur til jarðar eftir þrettán daga ferðalag.

Geimferjan Discovery er komin aftur til jarðar eftir vel heppnaðan þrettán daga leiðangur til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Ferjan lenti á Kennedy-geimferðamiðstöðinni í Flórída nokkrum klukkustundum eftir áætlun, en heimferðinni hafði verið frestað lítillega vegna slæms veðurs.

Sjö meðlimir Discovery fóru í leiðangurinn sem tengdist eflingu sólarorkunnar sem geimstöðin notast við. Einn geimfari, Sandra Magnús, sem hafði verið í stöðinni í fjóra mánuði var á meðal þeirra sem sneru aftur til jarðar.

Á sama tíma og geimferjan kom til jarðar lenti rússneskt geimfar með bandarískan milljarðamæring á Alþjóðlegu geimstöðinni. Hann heitir Charles Simonyi og var í sinni annarri geimferð. - fb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×