Erlent

Hæstiréttur BNA: Ekkja reykingamanns fær milljarða

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur vísað frá áfrýjun bandaríska tóbaksframleiðandans Philip Morris vegna skaðabóta sem fyrirtækið var dæmt til að greiða ekkju reykingamanns sem lést úr lungnakrabbameini eftir 40 ára reykingaferil. Hæstiréttur Oregon hafði árið 1999 dæmt fyrirtækið til þess að greiða ekkjunni 79,5 milljónir dollara í skaðabætur fyrir missir eiginmannsins.

Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti í dag dóminn en að meðtöldum vöxtum standa skaðabæturnar í 145 milljónum dollara eða rúmum 17 milljörðum íslenskra króna.

Ekkjan, Mayola Williams, hélt því fram að tóbaksframleiðandinn hafi svikið viðskiptavini sína með því að telja þeim trúanlegt að sígarettur væru hvorki hættulegar né ávanabindandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×