Innlent

Óvíst að nemar fái frítt áfram

Jórunn Frímannsdóttir formaður Strætós bs. segir að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu séu að skoða framtíð verkefnisins. Fréttablaðið/Anton
Jórunn Frímannsdóttir formaður Strætós bs. segir að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu séu að skoða framtíð verkefnisins. Fréttablaðið/Anton

Óvíst er hvort nemendum á höfuðborgarsvæðinu verði áfram boðið að ferðast með strætó án þess að borga fyrir það, að sögn Jórunnar Frímannsdóttur, formanns Strætós bs.

Stúdentaráð HÍ hvatti í gær sveitarfélög landsins, borgaryfirvöld og stjórn Strætós til að bjóða öllum námsmönnum frítt í strætó, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gera fyrir sína nemendur, fyrir utan Garðabæ. Þetta kostar þau um 31.000 krónur fyrir nemann.

Jórunn minnir á að fjárhagsstaða sveitarfélaga sé gjörbreytt frá því sem áður var. „Og við þurfum að skoða hvort og þá hvernig áframhaldandi niðurgreiðsla verður.“

Strætó muni áfram bjóða upp á námsmannakortin en sveitarfélögin skoði sína þátttöku í verkefninu. Verið sé að ræða hugsanlega kostnaðarþátttöku nemenda.

„Við erum að skoða strætó í heild og hvernig við tryggjum almenningssamgöngur. Við viljum koma í veg fyrir að þjónustan skerðist meira en þegar er orðið,“ segir hún. Þessar samgöngur séu enn mikilvægari í þrengingunum en áður.

- kóþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×