Innlent

Ná til ríflega 25 þúsund launþega

Frambjóðendur VG. Tillögur flokksmanna um hátekjuskatt eiga að skila ríkissjóði þremur milljörðum króna. fréttablaðið/pjetur
Frambjóðendur VG. Tillögur flokksmanna um hátekjuskatt eiga að skila ríkissjóði þremur milljörðum króna. fréttablaðið/pjetur

Vinstri hreyfingin - grænt framboð hefur reiknað út að tillögur flokksins um hátekjuskatt nái til 25.600 launþega og skili ríkissjóði um þremur milljörðum króna á ári.

Tillögurnar ganga út á að á tekjur einstaklings yfir hálfri milljón á mánuði (einni milljón á hjón) leggist þrjú prósent viðbótarskattur en átta prósent viðbót á tekjur yfir sjö hundruð þúsund krónum (1,4 milljónum á hjón). Viðbótarskatturinn á, samkvæmt tillögunum, að leggjast á þær tekjur sem eru umfram mörkin en ekki á allar tekjurnar. Í frétt frá VG kemur fram að meðallaun Íslendinga séu 368 þúsund krónur á mánuði. Af því leiði að hátekjuskatturinn leggist ekki á fólk með meðallaun.

Samkvæmt viðmiðunum VG myndu 17.400 manns greiða þrjú prósent hátekjuskatt og 8.200 átta prósenta skattinn. - bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×