Innlent

Hælisleitendur fái lögfræðinga

Dómsmálaráðherra kom í veg fyrir að mennirnir yrðu sendir enda sé beðið eftir upplýsingum um aðstæður hælisleitenda í Grikklandi.
Dómsmálaráðherra kom í veg fyrir að mennirnir yrðu sendir enda sé beðið eftir upplýsingum um aðstæður hælisleitenda í Grikklandi.

„Mýmörg dæmi eru um að [hælisleitendum] sé lesin höfnun á dvalarleyfi um leið og þeir eru teknir höndum og sendir úr landi. Við krefjumst þess að hælisleitendum verði gefinn góður tími til að leita lögfræðiaðstoðar vegna slíkrar synjunar," segir í tilkynningu hóps, sem stendur að baki hælisleitendunum fimm, sem átti að senda til Grikklands á föstudag á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar.

Dómsmálaráðherra kom í veg fyrir að mennirnir yrðu sendir enda sé beðið eftir upplýsingum um aðstæður hælisleitenda í Grikklandi. Flóttamannahjálp SÞ hefur mælst til þess að fólk verði ekki sent þangað. - kóþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×