Íslenski boltinn

Bjarni Rúnar: Við vorum mun betri

Ellert Scheving skrifar
Úr leik ÍBV gegn Stjörnunni í síðustu umferð.
Úr leik ÍBV gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Mynd/Valli
Bjarni Rúnar Einarsson miðvallarleikmaður ÍBV var afar vonsvikinn í leikslok eftir 1-0 tap fyrir KR á heimavelli í dag.

„Já, þetta var grátlegt í dag, við vorum mun betri aðilinn. Við gerum svo ein mistök og þeir skora." Eyjamenn komu mun betur stefndir til leiks í seinni hálfleik. Heimir hefur væntanlega messað vel yfir leikmönnum sínum.

„Mér fannst fín barátta í fyrri hálfleik, við ætluðum að reyna að halda baráttunni áfram í þeim seinni og reyna að skapa okkur færi."

Eyjamenn eru svo sannarlega komnir upp að vegg núna. Eftir fjórar umferðir hafa þeir ekki fengið stig og hafa ekki einu sinni skorað. Hvað skal til bragðs taka?

„Við verðum bara að rífa okkur upp og ef við spilum svona eins og við gerðum í dag þá fer þetta að detta inn hjá okkur, engin spurning."

Næsti leikur Eyjamanna er útileikur gegn Fjölni. Með hvaða hugarfari fara Eyjamenn í þann leik? „Við förum í Grafarvoginn til að taka þrjú stig, ekkert annað."


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×