Fótbolti

42 ára gamall og er enn að raða inn mörkum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kazuyoshi Miura er vinsæll í Japan.
Kazuyoshi Miura er vinsæll í Japan. Mynd/GettyImages

Kazuyoshi Miura er einn frægasti knattspyrnumaður Japana frá upphafi en kappinn er ekki á því að setja skónna upp á hilluna og þessa daganna er hann að bæta metið aftur og aftur yfir elsta markaskorarann í sögu japönsku deildarkeppninnar.

Þessi snjalli miðvallarleikmaður sem ber viðurnafnið "Kazu kóngur" í Japan er orðin 42 ára og 16 daga gamall og í gær skoraði hann út vítaspyrnu á 12. mínútu í 1-2 tapi liðs hans Yokohama FC fyrir Kumamoto í B-deildinni.

„Ég þurfti bara að einbeita mér að sparka í boltann en fékk smá sting þegar ég sá að markvörðurinn snerti boltann," sagði Miura lítillátur við fjölmiðlamenn eftir leikinn. Hann hefur núna skoraði 151 mark í deildarkeppninni Japan og vantar aðeins sex mörk til þess að jafna markamet Masashi Nakayama.

Miura hóf ferillinn með unglingaliði í Brasilíu fimmtán ára gamall en kom aftur til Japans árið 1990. Hann skoraði sitt fyrsta mark í japönsku deildinni árið 1993.

„Á árum áður snérist allt um það hjá manni að skora mark en í dag eru hlutir eins og varnarleikur, fyrirgjafir og knattrak alveg eins mikilvæg fyrir liðið eins og að skora mark," sagði hinn gamalreyndi Miura að lokum.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×