Íslenski boltinn

Jökull og Högni semja við Breiðablik

Ómar Þorgeirsson skrifar
Jökull Elísabetarson í leik með Víkingi.
Jökull Elísabetarson í leik með Víkingi.

Pepsi-deildarlið Breiðabliks hefur fengið liðsstyrk þar sem liðið samdi við þá Jökul I. Elísabetarson og Högna Helgason í dag en samningar beggja leikmanna eru til þriggja ára.

Varnar -og miðjumaðurinn Jökull er uppalinn KR-ingur en hefur verið á mála hjá Víkingum undanfarin ár.

Jökull spilaði 19 leiki með Víkingi í 1. deildinni í sumar og skoraði 5 mörk.

Miðju -og sóknarmaðurinn Högni kemur frá Fjarðarbyggð en hann skoraði 5 mörk fyrir liðið í 1. deildinni í sumar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×