Innlent

Gripinn glóðvolgur

Lögreglan á Suðurnesjum greip innbrotsþjóf glóðvolgan inni á skemmtistað í bænum rétt fyrir miðnættið í gær. Hann var búinn að safna áfengisflöskum af barnum saman og var að gera sig líklegan til þess að hverfa af vettvangi þegar lögreglumenn mættu á svæðið.

Það var nágranni sem heyrði brothljóð og sá umgang inni á staðnum sem tilkynnti það til lögreglu. Þjófurinn hafði því ekkert upp úr krafsinu annað en gistingu á lögreglustöðinni í Reykjanesbæ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×