Enski boltinn

Blackburn og Everton horfðu til Kuranyi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Kuranyi í landsleik.
Kuranyi í landsleik.

Blackburn og Everton höfðu áhuga á að fá sóknarmanninn Kevin Kuranyi í sínar raðir í janúarglugganum. Kuranyi er þýskur landsliðsmaður en hann er kominn út í kuldann hjá liði sínu, Schalke.

Everton ætlaði í fyrstu að reyna að kaupa Kuranyi en ákvað síðan að gera tilraunir til að fá leikmanninn lánaðan út tímabilið. Schalke hafnaði því rétt fyrir lokun gluggans. Sóknarmenn Everton hafa verið einstaklega óheppnir með meiðsli á tímabilinu.

Blackburn horfði til Kuranyi ef félagið myndi missa Roque Santa Cruz til Manchester City. Santa Cruz fór hinsvegar ekkert og leikur því áfram með Blackburn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×