Fótbolti

Eiður Smári ekki í leikmannahópi Monaco

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/Vilhelm

Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í leikmennahópi Monaco sem mætir Stade Rennais í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Eiður Smári var í byrjunarliði Monaco í síðasta leik en var tekinn af velli á 62. mínútu. Hann fékk ekki góða dóma í frönskum fjölmiðlum fyrir frammistöðu sína í leiknum.

Á heimasíðu Monaco eru þeir upptaldir sem eru frá vegna meiðsla eða leikbanns. Eiður Smári er ekki einn þeirra og því virðist sem að hann hafi misst sæti sitt í liðinu.

Eiður Smári gekk í raðir Monaco í haust en hefur enn ekki náð að skora í frönsku úrvalsdeildinni, né heldur að leggja upp mark.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×