Innlent

Icesave-frumvarpinu vísað til fjárlaganefndar

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Stjórnarliðar og þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa tekist á um frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð vegna Icesave-samkomulagsins á Alþingi í dag. Að lokinni umræðu var frumvarpinu vísað til meðferðar í fjárlaganefnd en nefndin kemur saman síðar í dag til að ræða frumvarpið.

Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að fjárlaganefnd mun hafa yfirumsjón með vinnunni en ákveðnir hlutar frumvarpsins fari inn í utanríkismálanefnd og efnahags- og skattanefnd.

Á fundi fjárlaganefndar í dag verður farið yfir hverja nefndin hyggst fá sem gesti og hvaða aðilum málið verði sent til umsagnar. Ráðgert er að fyrstu gestirnir komi fyrir nefndina strax á mánudag.




Tengdar fréttir

Þrjár þingnefndir fjalla um Icesave

Formaður fjárlaganefndar vonar að fyrstu umræðu um frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð vegna Icesave-samkomulagsins ljúki síðar í dag og að nefndin fái frumvarpið í kjölfarið til umfjöllunar. Hann segir að fjárlaganefnd muni hafa yfirumsjón með vinnunni en ákveðnir hlutar frumvarpsins fari inn í utanríkismálanefnd og efnahags- og skattanefnd.

Erlend skuldastaða er vel öfugu megin við 200%

Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í fyrradag voru útreiknaðar erlendar skuldir þjóðarbúsins 253% af landsframleiðslu. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að það sé alveg ljóst að erlend skuldastaða þjóðarbúsins sé mjög tæp og sé vel öfugu megin við 200% af landsframleiðslu.

Tók hlé frá Icesave til að spila í Austurstræti

„Ég gekk bara beint úr ræðustól og út í Austurstræti," segir þingmaðurinn Árni Johnsen, en það brá eflaust mörgum gestum miðbæjarins í brún þegar þeir sáu Árna munda gítarinn fyrir framan verslun 10-11 í gærkvöld.

Þingmenn ræða Icesave áfram

Þingmenn ræddu frumvarp Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, um ríkisábyrgð vegna Icesave-samkomulagsins langt fram á kvöld í gær og var þingfundi slitið klukkan rúmlega hálf ellefu. Fjárlaganefnd fær frumvarpið væntanlega til umfjöllunar síðar í dag að loknum umræðum í þingsal.

Pétur Blöndal: Las Jóhanna samninginn?

Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði stjórnarþingmenn hvort þeir hefðu yfir höfuð lesið Icesave samninginn áður en þeir gáfu ríkisstjórninni heimild til að undirrita hann. Þá efaðist hann um að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefði lesið hann.

Parísarklúbburinn skárri en AGS?

„Ég veit ekki betur en að skilmálar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart okkur séu mjög áþekkir því ef við hefðum farið í Parísarklúbbinn, nema hvað, við þurfum að greiða allt upp í topp," sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, í umræðum um ríkisábyrgð á Icesave samningunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×