Íslenski boltinn

Gummi Ben efstur á blaði - Barry Smith þar á eftir

Ómar Þorgeirsson skrifar
Guðmundur Benediktsson í leik með Val síðasta sumar.
Guðmundur Benediktsson í leik með Val síðasta sumar.

Samkvæmt heimildum Vísis mun Guðmundur Benediktsson vera efstur á blaði hjá forráðamönnum Vals sem arftaki Willum Þórs á Hlíðarenda. Leikmaðurinn hefur sjálfur ekki svarað símtölum í allan dag og veitti ekki viðtal eftir leik KR og Stjörnunnar í kvöld.

Guðmundur var í leikmannhópi KR í kvöld en kom reyndar ekki við sögu í leiknum.

Þá herma sögusagnir frá Hlíðarenda að ef Guðmundur sé ekki tilbúinn til að taka starfið að sér muni Valsmenn leita til hins skoska Barry Smith, fyrrum varnarmanns liðsins.

Smith hefur undanfarið verið þjálfari U-19 ára liðs Dundee í Skotlandi ásamt því að spila með Brechin City á láni frá Dundee.

Samkvæmt dagblaðinu Brechin Advertiser í Skotlandi er Smith þó að íhuga að leika áfram með Brechin City á næsta tímabili.

Búist er við því að Valsmenn gangi frá sínum málum á næstu dögum og spurning hvort nýr maður verði kominn í brúna fyrir leik liðsins gegn KA í VISA-bikarnum á mánudaginn.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×