Innlent

Þjóðfundinum slitið

Þjóðfundinum var slitið klukkan fimm en það voru meðal annars tónlistarmennirnir KK, Björgvin Halldórsson og Gunnar Þórðarson ásamt fleirum sem luku fundinum með fjöldasöng. Þar var meðal annars sungið lagið „Viltu með mér vaka í nótt" og fleiri lög.

Fjölmiðlamaurinn Maríanna Friðjónsdóttir segir að fundurinn hafi gengið vonum framar og er þegar hægt að skoða afrakstur hans á heimasíðu þjóðfundarins.

Fimmtán hundruð manns mættu á fundinn og var unnið á yfir 160 borðum að því að móta nýtt Íslands.

„Leikurinn var gerður til að heyra rödd þjóðarinnar og við teljum að útkoman endurspegli hana,“ segir Lárus Ýmir Óskarsson, einn forsvarsmanna Þjóðfundarins sem fór fram í Laugardalshöllinni. Fyrir hádegi fjölluðu þjóðfundargestir um það hvaða gildi við Íslendingar ættum að hafa að leiðarljósi og varð heiðarleiki þar efstur á blaði. Þar á eftir kom jafnrétti, virðing og réttlæti.

Eftir hádegi var rætt um framtíðarsýn fyrir land okkar og samfélag og var unnið út frá nokkrum meginstoðum, sem fundurinn hafði valið, svo sem menntamálum, fjölskyldunni, atvinnulífinu, umhverfismálum og jafnfrétti. Útkoman og öll gögn eru nú aðgengileg til nánari úrvinnslu á:

http://www.thjodfundur2009.is. /nidurstodur/framtidarsyn-themu/

Um fimmtán hundruð manns tóku þátt í fundinum. Unnið var í 162 hópum og var miðað við að níu manns væru í hverjum þeirra. Lárus Ýmir segir að krafturinn, gleðin, einbeitingin og stemmningin á fundinum hafi verið gríðarleg. „Fólk var logandi af áhuga,“ segir hann.

Hugmyndin að Þjóðfundinum fæddist í byrjun júní og á sjálfum fundinum voru um 300 sjálfboðaliðar sem unnu við tæknivinnu, upplýsingamiðlun og fleira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×