Erlent

Danskir stöðumælaverðir á hryðjuverkavakt

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Stöðumælaverðir Kaupmannahafnar munu á næstunni hljóta sérstaka þjálfun í að bera kennsl á grunsamlega aðila og koma í veg fyrir hryðjuverk og árásir. Stöðumælaverðirnir munu í framtíðinni starfa með lögreglunni sem eins konar upplýsingagjafar. Forstöðumaður bílastæðamála í Kaupmannahöfn segir þarna vera um að ræða augu og eyru um alla borgina en starfandi stöðumælaverðir eru 120. Öryggisfyrirtæki mun veita vörðunum þjálfun í að koma auga á grunsamlega hluti og þekkja aðstæður þar sem afbrot eru í uppsiglingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×