Enski boltinn

Hughes: Ekkert vandamál með Robinho

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robinho í leik með Manchester City.
Robinho í leik með Manchester City. Nordic Photos / Getty Images

Mark Hughes, stjóri Manchester City, segir að ákvörðun Robinho um að ganga beint til búningsklefa eftir að honum var skipt af velli í leik liðsins gegn Tottenham í gær hafi enga sérstaka þýðingu.

Tottenham vann leikinn, 3-0, og var Robinho skipt af velli eftir um 60 mínútna leik.

„Hann var ekki meiddur," sagði Hughes eftir leikinn. „Og það er engin regla sem segir að menn verði að setjast á varamannabekkinn eftir að þeim er skipt út af."

„Hann byrjaði ágætlega í leiknum en eftir því sem leið á hann fannst mér hann eiga erfitt uppdráttar. Því breyttum við til."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×