Enski boltinn

Ameobi framlengir við Newcastle

NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Shola Ameobi hefur framlengt samning sinn við Newcastle um þrjú ár og er því bundinn félaginu til ársins 2012.

Um tíma leit út fyrir að þessi 27 ára gamli leikmaður væri á leið frá félaginu eftir að hafa verið lánsmaður hjá Stoke en hann hefur náð að vinna sér sess í liði Joe Kinnear og hefur skorað þrjú mörk í fjórtán leikjum.

Ameobi er alinn upp hjá Newcastle og sagðist í samtali við Sky vera yfir sig ánægður með að halda áfram hjá norðanliðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×