Enski boltinn

Redknapp: Við vorum betri

Elvar Geir Magnússon skrifar
Woodgate var hetja Tottenham í kvöld. Hér yfirgefur hann völlinn blóðugur.
Woodgate var hetja Tottenham í kvöld. Hér yfirgefur hann völlinn blóðugur.

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, telur 2-1 sigur sinna manna gegn Hull hafa verið sanngjarnan. Jonathan Woodgate skoraði sigurmarkið þegar nokkrar mínútur voru eftir af leiknum.

„Í seinni hálfleik þá sköpuðum við okkur betri færi og vorum betra liðið. Þetta eru frábær úrslit fyrir okkur. Þeir gerðu okkur erfitt fyrir í fyrri hálfleik með mikilli baráttu og sköpuðu hættur í föstum leikatriðum," sagði Redknapp.

„Við eigum mánudagsleik, leikum aftur á fimmtudag og síðan bikarúrslitaleik á sunnudag. Þetta er fáránlegt. Þetta skýrir það af hverju ég hvíldi leikmenn í þessum leik, það er ekki annað hægt með svona stíft leikjaplan," sagði Redknapp.

Phil Brown, stjóri Hull, segir að reynsluleysi sinna manna hafi gert það að verkum að leikurinn tapaðist. „Menn eiga enn ýmislegt ólært. Ég er samt ekkert hræddur um að við föllum. Liðið hefur gæðin til að koma sér aftur á beinu brautina," sagði Brown.

Smelltu hér til að sjá svipmyndir úr leiknum








Fleiri fréttir

Sjá meira


×