Innlent

Óskar eftir fundi í iðnaðarnefnd vegna olíumála

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vill fund í iðnaðarnefnd til að ræða stöðu olíuleitar við Ísland.
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vill fund í iðnaðarnefnd til að ræða stöðu olíuleitar við Ísland.

Gunnar Bragi Sveinsson, fulltrúi framsóknarmanna í iðnaðarnefnd Alþingis óskaði fyrr í kvöld eftir því að iðnaðarnefnd kæmi saman til að fjalla um stöðu olíuleitar við Ísland og ræða mögulegar breytingar á reglum um skatta og gjöld í því samhengi.

Gunnar Bragi óskaði jafnframt eftir því að kallaðir yrðu til gestir á fund nefndarinnar, meðal annars forsvarsmenn Linda Exploration, Sagex, fulltrúar iðnaðarráðuneytisins og Orkustofnunar.

Eins og fram kom í fréttum í dag verður engin olíuleit gerð á Drekasvæðinu á næstunni, því eina fyrirliggjandi umsóknin um sérleyfi til rannsókna og vinnslu á svæðinu var dregin tilbaka í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×