Innlent

Einstæð móðir fékk rúmar 35 milljónir

Mynd úr safni
Vinningshafinn í Lottóútdrættinum sl. laugardag er búinn að gefa sig fram. Að þessu sinni var það ung kona, reyndar einstæð móðir með tveggja ára gamalt barn sem datt svona hressilega í lukkupottinn en vinningur fyrir allar tölurnar réttar var rúmlega 35,5 milljónir króna.

Þetta kemur fram á lotto.is. Þá segir að konan hafi keypt miðann í Olís við Gullinbrú á föstudagskvöldinu fyrir útdrátt en hún hafði séð auglýsingu um þennan risapott og ákvað að skella sér á einn sjálfmiða með Jóker.

„Hún var svo ekkert að spá í þetta meir en kom við í N1 við Gagnveg á mánudaginn til að kaupa sér tyggjó og lét fara yfir miðann í leiðinni. Það var titrandi og skjálfandi ung kona sem birtist á skrifstofu Getspá til að innheimta vinninginn. Það má segja að þessu vinningur hafi komið á sérlega góðan stað þar sem þessi unga kona hefur verið atvinnulaus undanfarið og missti íbúðina sína nýlega. Við óskum henni innilega til hamingju með þennan glæsilega vinning," segir á heimasíðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×