Innlent

Vilja vita af hverju olíufélögin hættu við olíuleitina

Umsóknirnar voru opnaðar 18. maí sl. í Orkustofnun að viðstaddri Katrínu Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra. Mynd/Valgarður Gíslason.
Umsóknirnar voru opnaðar 18. maí sl. í Orkustofnun að viðstaddri Katrínu Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra. Mynd/Valgarður Gíslason.

„Haft verður samband við þau olíufélög sem hafa sýnt svæðinu áhuga auk þeirra sem afturkallað hafa sérleyfisumsóknir sínar til að fá skýrari mynd af ástæðum þess að þau luku ekki umsóknarferlinu," segir í tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu vegna þeirrar ákvörðunar olíufélaganna Sagex Petroleum og Lindir Exploration að draga til baka umsókn um sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu.

Upphaflega voru tveir umsækjendur um sérleyfiin, Aker Exploration og Sagex Petroleum, sem var í samvinnu við Lindir Exploration. Fyrr í sumar dró Aker Exploration umsókn sína tilbaka vegna breyttrar stefnumörkunar hjá fyrirtækinu í kjölfar samstarfs og síðar samruna við annað fyrirtæki, eins og segir í frétt á heimasíðu Orkustofnunar. Í gærkvöldi barst svo svipað erindi frá Sagex Petroleum, en þar er sameiginleg umsókn félagsins og Lindir Exploration um sérleyfi til olíurannsókna á Drekasvæðinu er einnig dregin tilbaka.

Þar með er ljóst að ekki verður gefið út sérleyfi til rannsókna og vinnslu á Drekasvæðinu. Stjórnvöld ætla að meta hvenær næsta útboð hefst og hver umgjörð þess verði í ljósi reynslunnar.




Tengdar fréttir

Norðmenn ólmir í að hefja olíuleit við Jan Mayen

Á sama tíma og allir eru hættir við olíuleit og rannsóknir á Drekasvæðinu berast fréttir frá Noregi um að Norðmenn séu ólmir í að hefja olíuleit við Jan Mayen-hryggnum það er sín megin á svæðinu.

Sagex og Lindir hætt við Drekasvæðið

Orkustofnun barst síðla dags í gær erindi frá Sagex Petroleum, þar sem sameiginleg umsókn félagsins og Lindir Exploration um sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu er dregin tilbaka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×