Innlent

Herskáir hugvísindamenn

boðar breytingar Katrín Jakobsdóttir menntamálaáðherra sat fund Sagnfræðingafélagsins í gær. fréttablaðið/stefán
boðar breytingar Katrín Jakobsdóttir menntamálaáðherra sat fund Sagnfræðingafélagsins í gær. fréttablaðið/stefán
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir það að reka skóla eftir lögmáli framboðs og eftirspurnar geta komið niður á hugvísindum. Þetta kom fram á málfundi Sagnfræðingafélags Íslands í gær um hugvísindi á krepputímum.

Framlög til mismunandi greina háskóla eru ákveðin eftir reikniflokkum og eru hugvísindi langneðst í þeim flokki. Katrín sagði að verið væri að endurskoða þetta kerfi í ráðuneytinu.

Íris Ellenberger, formaður Sagnfræðingafélagsins, lagði á það ríka áherslu að vísindasamfélagið tryggði sjálfstæði sitt, bæði gagnvart atvinnulífinu og ríkisvaldinu. Ríkisstjórnin hefði afhent atvinnulífinu námið í góðærinu. Standa yrði vörð um vísindalegt frelsi.

Viðar Hreinsson, framkvæmdastjóri Reykjavíkurakademíunnar, sagði hugvísindafólk hafa brugðist í aðdraganda kreppunnar. Þeir hefðu til að mynda ekki gagnrýnt „vitfirrt gjálfur" Ólafs Ragnars Grímssonar forseta um eðlisþætti Íslendinga umfram aðrar þjóðir. Skortur á gagnrýnni hugsun væri á ábyrgð hugvísindanna.

Margir sem tóku til máls kvörtuðu yfir því að hugvísindin hefðu lengi verið fjársvelt og nú væru sóknarfæri í þeim geira. Ráðherra sagði ljóst að tími hinna herskáu hugvísindamanna væri upp risinn.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×