Innlent

Enn bitist á um laxveiðidaga Orkuveitunnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þorleifur Gunnlaugsson vill að Orkuveitan hætti að bjóða völdum sveitastjórnarmönnum og embættismönnum til laxveiða. Mynd/ Vilhelm.
Þorleifur Gunnlaugsson vill að Orkuveitan hætti að bjóða völdum sveitastjórnarmönnum og embættismönnum til laxveiða. Mynd/ Vilhelm.
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur vísaði síðastliðinn föstudag frá tillögu Þorleifs Gunnlaugssonar um að Orkuveitan hætti að bjóða völdum sveitarstjórnarmönnum og embættismönnum til laxveiða í Elliðaánum. Þorleifur hafði áður lagt fram sambærilega tillögu þann 20. ágúst síðastliðinn sem var jafnframt vísað frá.

Hann vill að Orkuveitan afhendi Stangaveiðifélagi Reykjavíkur umrædda veiðidaga til sölu og farið verði með þau leyfi í samræmi við aðra veiðileyfaúthlutun í ánum og samkvæmt því samkomulagi sem nú gilda á milli OR og Stangaveiðifélags Reykjavíkur.

Í frávísunartillögunni segir að samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur frá 27. desember 2001 komi fram að það sé eigandi ánna - Reykjavíkurborg - sem áskilji sér rétt til að ráðstafa fimm veiðidögum í Elliðaánum ár hvert. Með vísan til þess vísi stjórn Orkuveitunnar tillögu Þorleifs frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×