Innlent

Umboðsmaður barna vill aðstoð almennings við að gæta að hag barna

Sólveig Bergmann skrifar

Umboðsmaður barna hefur verulegar áhyggjur af stöðu barna í ljósi efnahagsástandsins og sér ástæðu til að kalla eftir aðstoð almennings við að standa vörð um hagsmuni þeirra, þarfir og réttindi.

Meðal þess sem er rætt er um í hagræðingar- og sparnaðarskyni er fjölgun nemenda í bekkjum, fækkun kennslustunda og niðurskurður á sérfræðiþjónustu.

Elísabet Gísladóttir, lögfræðingur hjá Umboðsmanni barna, bendir á að börn eru ekki þrýstihópur í stjórnmálalegu tilliti og að sjónarmið þeirra gleymist oft og tíðum í heimi hinna fullorðnu.

Hún segir ábendingar meðal annars hafa borist um lakara fæði á leikskólum og skerta þjónusta við fötluð börn. Til að fá betri yfirsýn er óskað eftir dæmum frá fólki, hvort sem um er að ræða skólamál, heilbrigðismál, félagslega aðstoð eða annað sem er hluti af daglegu lífi barna og unglina.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu umboðsmanns barna, barn.is.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×