Innlent

Raggi Bjarna bauð í kaffi og kökur

Margir óskuðu Ragnari til hamingju með afmælið í Laugardalshöllinni.
fréttablaðið/anton
Margir óskuðu Ragnari til hamingju með afmælið í Laugardalshöllinni. fréttablaðið/anton
Nokkur fjöldi mætti í anddyri nýju Laugardalshallarinnar í gær þegar Ragnar Bjarnason söngvari hélt upp á 75 ára afmæli sitt í gær með því að bjóða landsmönnum upp á afmælistertu og kaffi.

Söngvarinn steig á svið og tók nokkur vel valin lög með félögum sínum, meðal annars þeim Ómari Ragnarssyni, Magnúsi Ólafssyni, Hermanni Gunnarssyni og Þorgeiri Ástvaldssyni, sem gerðu garðinn frægan með Sumargleðinni um árið. Þorgeir var jafnframt veislustjóri dagsins.

Tvennir afmælistónleikar Ragnars fara fram í Laugardalshöll næstkomandi laugardag, 26. september. Uppselt er á síðari tónleikana sem fara fram klukkan 21.00, en enn er hægt að fá miða á tónleikana kl 16.00 sama dag.- kg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×