Innlent

Víða pottur brotinn við eftirlit varðskips

MYND/Guðmundur St. Valdimarsson

Fjórtán skipstjórar voru kærðir og sitt hvað var athugavert í nálega helmingi þeirra 87 skipa og báta, sem sjóliðar af varðskipinu Ægi fóru um borð í, við eftirlit á hafi úti, í sumar. Eitthvað reyndist athugavert í 42 tilvikum. Auk ákæranna voru 28 skipstjórar áminntir. Gerðar voru athugasemdir við búnað, réttindamenn voru ekki með skírteini meðferðis, önnur voru útrunnin og sumir voru réttindalausir. Þá var haffæri útrunnið í nokkrum tilvikum og eitt skip var staðið að meintum ólöglegum veiðum. Jafnframt þessu kom varðskipið einu skipi til aðstoðar vegna vélarbilunar og öðru vegna leka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×