Innlent

Lágvöruverðsverslanir hafa hækkað verðið mest

Mynd/Anton Brink
Lágvöruverðsverslanirnar Bónus, Krónan, Nettó og Kaskó hafa hækkað vöruverð sitt mest undanfarið ár. Vörukarfa verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands hefur hækkað um 22-24% í verslununum. Karfan í klukkuverslnum hækkaði um 15-23% frá því í september í fyrra og hjá þjónustuverslununum hækkaði vörukarfan um 9-16% á tímabilinu.

Fram kemur á vef ASÍ að vörukarfa sambandsins sé mæld í fjórum lágvöruverðsverslanakeðjum, Bónus, Krónunni, Nettó og Kaskó.

Verð í þessum verslunum hækkaði mest fram eftir hausti 2008 en eftir það hægði nokkuð á hækkunum. Mesta hækkunin á vörukörfunni í lágvöruverðsverslunum frá því i september í fyrra var hjá Krónunni, 24%. Í Nettó og Kaskó hækkaði vörukarfan um 23% og í Bónus um 22%.

Verðlagseftirlit ASÍ gerir reglulega kannanir á verði

almennrar innkaupakörfu til heimilisins í helstu verslunarkeðjum á matvörumarkaði. Hægt er að skoða niðurstöður verðlagseftirlitsins hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×