Enski boltinn

Félagaskipti Defoe gengin í gegn

NordicPhotos/GettyImages

Ekki er ólíklegt að Jermain Defoe stökkvi beint inn í byrjunarlið Tottenham á sunnudaginn þegar liðið sækir Wigan heim í úrvalsdeildinni, en Tottenham gekk loks formlega frá kaupum á framherjanum í dag.

Defoe skoraði 64 mörk í 177 leikjum fyrir Tottenham á árunum 2004-08. Hann er 26 ára og er í miklu uppáhaldi hjá Harry Redknapp knattspyrnustjóra liðsins, sem og stuðningsmönnum Tottenham sem tóku vel á móti honum þegar hann var kynntur til sögunnar - reyndar aðeins of snemma.

"Það er frábært að fá hann hingað og ég er viss um að stuðningsmennirnir hlakka líka til að sjá hann aftur í Spurs treyju. Ég veit hversu góður leikmaður hann er og traustur markaskorari," sagði Redknapp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×