Enski boltinn

Fjórar vikur í Fabregas

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cesc Fabregas í leik með Arsenal.
Cesc Fabregas í leik með Arsenal. Nordic Photos / Getty Images
Cesc Fabregas segir að fjórar vikur séu þar til að hann geti spilað með Arsenal af fullum krafti á ný.

Fabregas meiddist á hné í desember síðastliðnum og hefur síðan unnið hörðum höndum að því að ná sér komum. Hann segir að leikur Arsenal gegn Manchester City á heimavelli þann 4. apríl sé raunhæft markmið fyrir sig.

„Ég sparkaði í fótbolta í fyrsta sinn síðan fyrir jól í dag og líður mér loksins eins og atvinnumanni í knattspyrnu á nýjan leik."

„Ef allt gengur eftir áætlun mun ég spila með Arsenal eftir fjórar vikur og gefur það mér nægan tíma til að bjarga tímabilinu fyrir bæði mig og félagið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×