Enski boltinn

Gerrard einbeittur að bikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Gerrard, leikmaður Liverpool.
Steven Gerrard, leikmaður Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að hann hafi engar áhyggjur af Steven Gerrard fyrir leik Liverpool gegn Everton í ensku bikarkeppninni á sunnudag.

Gerrard kom fyrir rétt í dag vegna líkamsárásar sem hann er kærður fyrir. Hann neitaði sök.

„Steven er með rétt hugarfar og í góðu lagi," sagði Benitez í dag. „Hann sýndi á sínum tíma þegar málið kom upp að hann ber ábyrgð gagnvart stuðningsmönnunum og félaginu."

„Hann er mikill fagmaður og sýndi að hann getur einbeitt sér að verkefninu framundan. Hann veit líka að hefur okkar fulla stuðning."

Gerrard hefur haldið ótrauður áfram að spila síðan að atvikið kom upp á milli jóla og nýárs. Hann skoraði mark Liverpool í 1-1 jafnteflinu gegn Everton í deildinni á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×