Enski boltinn

Leiknum hjá Crewe frestað

Elvar Geir Magnússon skrifar
Guðjón átti að stýra Crewe í deildarleik í fyrsta sinn í kvöld.
Guðjón átti að stýra Crewe í deildarleik í fyrsta sinn í kvöld.

Frumraun Guðjóns Þórðarsonar með Crewe Alexandra í ensku C-deildinni hefur verið frestað. Liðið átti að mæta Bristol Rovers í kvöld en völlurinn er frosinn og því óleikhæfur.

Kuldinn fór í -7 gráður á svæðinu í nótt og eftir skoðun í morgun var heimavöllur Crewe dæmdur óleikhlæfur. Crewe er í botnsæti deildarinnar en Bristol Rovers hefur verið að hrapa niður töfluna eftir slæmt gengi að undanförnu.

Fleiri leikjum í ensku neðri deildunum hefur einnig verið frestað en leikur Tottenham og Burnley í deildabikarnum mun fara fram. Leikurinn hefst klukkan 20:00 í beinni á Stöð 2 Sport.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×