Enski boltinn

Defoe verður kynntur í kvöld

Defoe er kominn aftur í treyju Spurs
Defoe er kominn aftur í treyju Spurs Mynd/Heimasíða Tottenham

Jermain Defoe verður kynntur formlega til sögunnar sem leikmaður Tottenham í kvöld þegar liðið mætir Burnely í deildabikarnum.

Búið er að ganga frá kaupverði og samningi leikmannsins, en hann á aðeins eftir að standast læknisskoðun í dag og fátt sem bendir til annars en að hún gangi hratt í gegn.

Defoe spilaði með Tottenham í fjögur ár áður en hann gekk í raðir Portsmouth fyrir ári, en hann skoraði 17 mörk í 36 leikjum fyrir sunnanmenn.

Defoe mun nú spila fyrir Harry Redknapp í þriðja sinn á ferlinum, því það var Redknapp sem keypti hann til Portsmouth fyrir ári - auk þess sem hann þjálfaði Defoe sem ungan mann hjá West Ham á sínum tíma.

Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en talið er að það sé í kring um 15 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×