Enski boltinn

Bolton í viðræðum við Denilson

Elvar Geir Magnússon skrifar

Samkvæmt heimildum Sky þá er Bolton í viðræðum við brasilíska leikmanninn Denilson. Þessi 31. árs leikmaður var leystur undan samningi við Palmeiras um áramótin og vill komast aftur í evrópska fótboltann.

Spænska liðið Real Betis borgaði metupphæð þegar það keypti Denilson frá Sao Paulo árið 1998. Þessi fyrrum heimsmeistari er nú á óskalista Bolton. Gary Megson hefur ekki farið leynt með þá ósk sína að bæta við leikmönnum í hóp sinn í janúar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×