Innlent

Ekki búið að ráða ritstjóra Moggans

Engin ákvörðun var tekin um eftirmann Ólafs Stephensen sem lét af störfum sem ritstjóri Morgunblaðsins í vikunni á stjórnarfundi Árvakurs sem var að ljúka. Óskar Magnússon útgefandi blaðsins vildi lítið gefa upp um hver yrði eftirmaður Ólafs en búist var við að það yrði tilkynnt að loknum stjórnarfundinum.

Fundurinn var haldinn á Juris lögmannsstofu í Ármúlanum í dag og lauk rétt fyrir klukkan fimm.

Óskar vildi ekkert tjá sig um þann þráláta orðróm sem uppi hefur verið að Davíð Oddsson sé að taka við blaðinu. Hann sagði að rætt hefði verið um ritstjóra en vildi lítið meira segja. Hann sagðist vonast til þess að þau mál myndu skýrast á næstu dögum.

Óskar sagði einnig að skipulagsbreytingar á blaðinu hefðu verið ræddar en vildi ekkert segja um mögulegar uppsagnir. Hann sagði að hagrætt yrði eins og unnt væri í rekstrinum.

Aðrir stjórnarmenn Árvakurs vildu ekki tjá sig að fundi loknum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×