Enski boltinn

Diaby framlengir við Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Miðjumaðurinn Abou Diaby hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við Arsenal. Frakkinn er að spila sinn besta bolta síðan hann kom til félagsins í vetur og er orðinn hluti af langtímamarkmiðum Arsene Wenger.

Diaby kom til Arsenal frá Auxerre í byrjun árs 2005 og kostaði á þeim tíma 2 milljónir punda.

Þessi 23 ára strákur átti skelfilegt tímabil í fyrra en hefur heldur betur hysjað upp um sig brækurnar í vetur.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×