Vonbrigðalið ársins í enska boltanum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. desember 2009 20:00 Andriy Voronin. Fréttamenn vefsíðunnar goal.com hafa valið vonbrigðalið ársins í enska boltanum. Liðið er ekki skipað þeim leikmönnum sem eru lélegastir heldur þeim sem hafa valdið mestum vonbrigðum í vetur. Liðsuppstilling goal.com er 3-4-3. Markvörður: Petr Cech, Chelsea Ekki versti markvörður deildarinnar en þessi fyrrum besti markvörður heims hefur verið allt of vafasamur i aðgerðum sínum í vetur. Hefur átt sök á allt of mörgum mörkum. Hægri bakvörður: Julien Faubert, West Ham Andlitið datt af stuðningsmönnum West Ham síðasta sumar er þessi vonbrigðapési fór á lán til Real Madrid. Það kom síður á óvart að hann skyldi ekki slá í gegn hjá félaginu. Þessi fyrrum leikmaður Bordeaux er duglegur að fara fram völlinn og á sína krossa fyrir markið. Hann á síðan í vandræðum með að skeiða til baka og halda í við aðra í varnarlínu West Ham. Miðvörður: Martin Skrtel, LiverpoolSlóvakinn var traustur í vörn Liverpool í fyrra. Hann er aftur á móti meira og minna á bekknum í vetur eftir að hafa spilað illa. Vinstri bakvörður: Joleon Lescott, Man. City Það vissu allir að 24 milljónir punda fyrir þennan mann var allt of mikið. Hann spilaði samt mjög vel fyrir Everton og bara í samanburði við það er frammistaða hans í vetur vonbrigði. Hægri kantur: Nani, Man. UtdNani fékk tækifæri til þess að blómstra eftir að besti vinur hans. Ronaldo, fór til Spánar. Hann hefur engan veginn náð að nýta tækifærið og ítrekað slök frammistaða hans er að gera stuðningsmenn United gráhærða. Ekki er ólíklegt að hann skipti um félag í janúar. Miðjumaður: Aaron Mokoenda, PortsmouthFyrirliði hins "gríðarsterka" Suður-Afríska landsliðs hefur engan veginn fundið sig í liði Hermanns Hreiðarssonar. Hefur verið svo slakur að stuðningsmenn Portsmouth hafa séð ástæðu til þess að baula hann niður. Miðjumaður: Tim Cahill, EvertonÁstralinn hefur ekki verið nema skugginn af sjálfum sér í vetur. Í stað marka úr föstum leikatriðum og harðra tæklinga hafa komið spjöld og grófar tæklingar. Aðeins skorað 3 mörk í vetur og virðist sakna Mikel Arteta. Vinstri kantmaður: Robinho, Man. CityDýrasti leikmaður Englands er hann var keyptur á 32,5 milljónir punda. Hefur engan veginn staðið undir væntingum og aðeins valdið vonbrigðum. Sýnt einstaka tilþrif en lengstum verið týndur og tröllum gefinn. Eins og staðan er í dag er hann ekkert nema sóun á peningum. Framherji: Jason Scotland, Wigan. Var fenginn til félagsins frá Swansea þar sem hann skoraði að vild. Hefur ekki komið boltanum í netið í 17 leikjum með Wigan. Hefur þess utan klúðrað færum á ævintýralegan hátt. Framherji: Jo, Everton. Kostaði Man. City 18 milljónir punda á síðasta ári og var sendur í lán til David Moyes. Hefur klúðrað aragrúa færa í vetur og hefur engan veginn staðið undir væntingum. Framherji: Andriy Voronin, Liverpool Hvít peysa, hvítt hár og tagl. Hljómar eins og fullkomin blanda en hún virkar bara ekki í Liverpool. Var sjóðheitur í Þýskalandi en er kaldari en ísbjörn í Barentshafi í búningi Liverpool. Fer frá Liverpool í janúar ef svo ólíklega vill til að eitthvað lið vilji fá hann. Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Fréttamenn vefsíðunnar goal.com hafa valið vonbrigðalið ársins í enska boltanum. Liðið er ekki skipað þeim leikmönnum sem eru lélegastir heldur þeim sem hafa valdið mestum vonbrigðum í vetur. Liðsuppstilling goal.com er 3-4-3. Markvörður: Petr Cech, Chelsea Ekki versti markvörður deildarinnar en þessi fyrrum besti markvörður heims hefur verið allt of vafasamur i aðgerðum sínum í vetur. Hefur átt sök á allt of mörgum mörkum. Hægri bakvörður: Julien Faubert, West Ham Andlitið datt af stuðningsmönnum West Ham síðasta sumar er þessi vonbrigðapési fór á lán til Real Madrid. Það kom síður á óvart að hann skyldi ekki slá í gegn hjá félaginu. Þessi fyrrum leikmaður Bordeaux er duglegur að fara fram völlinn og á sína krossa fyrir markið. Hann á síðan í vandræðum með að skeiða til baka og halda í við aðra í varnarlínu West Ham. Miðvörður: Martin Skrtel, LiverpoolSlóvakinn var traustur í vörn Liverpool í fyrra. Hann er aftur á móti meira og minna á bekknum í vetur eftir að hafa spilað illa. Vinstri bakvörður: Joleon Lescott, Man. City Það vissu allir að 24 milljónir punda fyrir þennan mann var allt of mikið. Hann spilaði samt mjög vel fyrir Everton og bara í samanburði við það er frammistaða hans í vetur vonbrigði. Hægri kantur: Nani, Man. UtdNani fékk tækifæri til þess að blómstra eftir að besti vinur hans. Ronaldo, fór til Spánar. Hann hefur engan veginn náð að nýta tækifærið og ítrekað slök frammistaða hans er að gera stuðningsmenn United gráhærða. Ekki er ólíklegt að hann skipti um félag í janúar. Miðjumaður: Aaron Mokoenda, PortsmouthFyrirliði hins "gríðarsterka" Suður-Afríska landsliðs hefur engan veginn fundið sig í liði Hermanns Hreiðarssonar. Hefur verið svo slakur að stuðningsmenn Portsmouth hafa séð ástæðu til þess að baula hann niður. Miðjumaður: Tim Cahill, EvertonÁstralinn hefur ekki verið nema skugginn af sjálfum sér í vetur. Í stað marka úr föstum leikatriðum og harðra tæklinga hafa komið spjöld og grófar tæklingar. Aðeins skorað 3 mörk í vetur og virðist sakna Mikel Arteta. Vinstri kantmaður: Robinho, Man. CityDýrasti leikmaður Englands er hann var keyptur á 32,5 milljónir punda. Hefur engan veginn staðið undir væntingum og aðeins valdið vonbrigðum. Sýnt einstaka tilþrif en lengstum verið týndur og tröllum gefinn. Eins og staðan er í dag er hann ekkert nema sóun á peningum. Framherji: Jason Scotland, Wigan. Var fenginn til félagsins frá Swansea þar sem hann skoraði að vild. Hefur ekki komið boltanum í netið í 17 leikjum með Wigan. Hefur þess utan klúðrað færum á ævintýralegan hátt. Framherji: Jo, Everton. Kostaði Man. City 18 milljónir punda á síðasta ári og var sendur í lán til David Moyes. Hefur klúðrað aragrúa færa í vetur og hefur engan veginn staðið undir væntingum. Framherji: Andriy Voronin, Liverpool Hvít peysa, hvítt hár og tagl. Hljómar eins og fullkomin blanda en hún virkar bara ekki í Liverpool. Var sjóðheitur í Þýskalandi en er kaldari en ísbjörn í Barentshafi í búningi Liverpool. Fer frá Liverpool í janúar ef svo ólíklega vill til að eitthvað lið vilji fá hann.
Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn