Enski boltinn

Bentley á sér litla framtíð hjá Tottenham

NordicPhotos/GettyImages

Kantmaðurinn David Bentley virðist ekki eiga sér framtíð í herbúðum Tottenham ef marka má orð knattspyrnustjórans Harry Redknapp í viðtali við BBC í gær.

Bentley var keyptur til Tottenham fyrir 15 milljónir punda frá Blackburn í júní á síðasta ári en sú fjárfesting var vægast sagt misheppnuð.

Hann hefur ekki verið í byrjunarliði Spurs síðan í febrúar og hefur ekki komið við sögu í síðustu níu leikjum liðsins.

"David á eftir að skoða sín mál vandlega því hann hefur ekki einu sinni komist í liðið þegar Aaron Lennon er meiddur. Kannski er kominn tími fyrir hann að leita annað. Hann er fínn náungi og góður leikmaður, en ég er búinn að breyta leikstíl liðsins og enginn getur kvartað yfir því af því það hefur borið árangur," sagði Redknapp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×