Enski boltinn

Vidic útnefndur leikmaður ársins hjá United

NordicPhotos/GettyImages

Varnarmaðurinn Nemanja Vidic stal senunni um helgina þegar Manchester United verðlaunaði leikmenn sína fyrir bestu frammistöðuna á árinu.

Sérstakt kvöldverðarboð var haldið eftir að liðið tryggði sér Englandsmeistaratitilinn og þar var serbneski varnarmaðurinn kjörinn leikmaður ársins hjá stuðningsmönnum liðsins og var einnig leikmaður ársins að mati leikmanna liðsins.

"Þetta er mikill heiður fyrir mig. Sérstaklega þegar horft er til þess hve frábærir leikmenn eru í þessu liði. Ég vil þakka félögum mínum í liðinu og stuðningsmönnunum fyrir þennan heiður," sagði hrærður Vidic og uppskar dynjandi lófatak.

Mark Cristiano Ronaldo gegn Porto í síðari leiknum gegn Porto var valið mark tímabilsins, James Chester var kjörinn leikmaður ársins í varaliðinu og Ítalinn Federico Macheda var kjörinn leikmaður ársins í unglingaliði félagsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×