Innlent

Gylfi Magnússon: Hugur okkar er hjá starfsfólkinu

Fjármálaeftirlitið hefur sett skilanefnd yfir SPRON og ákveðnir þættir munu færast yfir til Kaupþings, þá mun greiðslumiðlun sparisjóðabankans færast til Seðlabankans. Sparisjóðabankinn fer síðan hefðbundna leið í greiðslustöðvun sem er undanfari gjaldþrots.

Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi með Gylfa Magnússyni, viðskiptaráðherra og Gunnarri Haraldssyni stjórnarformanni Fjármálaeftirlitsins sem var haldinn í Þjóðmenningarhúsinu um hálf sjö í kvöld.

„Ég hefði gjarnan vilja sjá þessa sögu enda öðruvísi, [...] okkar hugur er hjá starsfólkinu sem fær þessar erfiðu fréttir," sagði Gylfi samúðarfullur á fundinum en hann áréttaði að með þessari aðgerð væri ríkið að skjóta styrkari stoðum undir efnhagskerfisins hér á landi. Gylfi áréttaði á fundinum að innistæður væru tryggðar að fullu.

Að sögn Gunnars, stjórnarfomanns Fjármálaeftirlitsins þá þótti það of mikil hætta að leyfa sparisjóðunum að ganga áfram. Það hafi myndast ákveðinn hætta sem þeim var skylt að vinna úr. Þetta hafi verið niðurstaðan.

Sex sparisjóðir hafa þegar óskað eftir framlagi frá ríkinu en samkvæmt tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu sem birtist fyrr í dag hefur fjármálaráðuneytið þegar móttekið umsóknir frá Sparisjóði Norðfjarðar, Sparisjóði Keflavíkur, Sparisjóði Vestmannaeyja, Sparisjóði Svarfdæla, Sparisjóði Bolungarvíkur og Byr sparisjóði.




Tengdar fréttir

Sex Sparisjóðir óska eftir aðstoð

Sex Sparisjóðir hafa óskað eftir aðstoð ríkisins í samræmi við við reglur sem gefnar voru út 17. desember síðöast liðinn um framlag ríkissjóðs til sparisjóða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×