Erlent

Rændi úrsmið vopnaður farsíma í sokk

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Fimmtán ára drengur var handtekinn í Kaupmannahöfn í gær eftir að hafa rænt úraverslun, vopnaður farsíma með sokk utan um. Þetta sagði ræninginn að væri skammbyssa og heimtaði úr og peninga af kaupmanninum.

Lögregla kom þó fljótt á vettvang og hafði hendur í hári ræningjans nákvæmlega 13 mínútum eftir ránið. Kom þá í ljós að fyrr um daginn hafði honum verið sleppt úr haldi lögreglu eftir handtöku vegna slagsmála. Þykir því ekki annað tækt en að leiða piltinn fyrir dómara í dag og krefjast bráðabirgðavistunar á hæli fyrir unga vandræðagemlinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×