Enski boltinn

Tímabilið búið hjá Gordon?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Craig Gordon, markvörður Sunderland.
Craig Gordon, markvörður Sunderland. Nordic Photos / Getty Images
Craig Gordon mun væntanlega fá að vita í dag hvort að hann geti spilað meira með Sunderland á leiktíðinni en hann hefur verið frá í síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla á hné.

Hann mun hitta sérfræðing í dag en hann hefur þegar misst af sex mánuðum á þessu tímabili eftir að hann meiddist á ökkla.

„Maður óttast alltaf hið versta og ég gæti þurft að fara í aðgerð. En ég reyni að vera jákvæður."

„Ég hef aldrei lent í jafn erfiðum meiðslum á einu og sama tímabilinu. Ég hef varla misst af leik allan minn feril og því mikil vonbrigði að vera svona lengi á hliðarlínunni nú."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×