Segir kæru FME aðför gegn skynsemi 7. september 2009 04:30 ósáttur Kristinn telur Fjármálaeftirlitið vera óbilgjarnt í meðferð á hans málum. Fráleitt sé að kæra blaðamann fyrir brot á bankaleynd enda vinni hann ekki hjá fjármálafyrirtækinu. Málin gegn blaðamönnunum voru þau fyrstu sem sérstakur saksóknari tók til rannsóknar. fréttablaðið/vilhelm Fyrsta sakamálið sem sérstakur saksóknari, Ólafur Hauksson, tók til rannsóknar, var meint brot blaðamannsins Kristins Hrafnssonar á bankaleynd. Kristinn birti upplýsingar um lánveitingar Kaupþings til Róberts Tchenguiz og forsvarsmenn Fjármálaeftirlitsins (FME) telja að með því hafi hann rofið bankaleynd. Kristinn er afar ósáttur við málsmeðferðina og segist hafa orðið fyrir miklum skaða af málinu. „Ég mun nýta öll úrræði til að leita réttar míns, því ég lít svo á að verið sé að brjóta á mér með mjög alvarlegum hætti.“ Kristinn segir fráleitt að lög um bankaleynd nái yfir hann, enda vinni hann ekki hjá fjármálastofnun. Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, segir stofnunina eingöngu vera að fara eftir lögum. Samkvæmt þeim fylgi trúnaður upplýsingunum og því gildi bankaleyndin einnig um blaðamennina. „Hér togast á almannahagsmunir og svo sjálf lögin um þagnarskyldu. Við sendum málið áfram að ráði lögfræðinga til ríkissaksóknara. Lögin eru eins og þau eru og við getum ekki valið hvað við kærum og hvað við kærum ekki. Þetta er hins vegar allt mjög erfitt og viðkvæmt og ég hef skilning á því, en þetta eru brot á lögunum.“ Kristinn segir að FME hafi dregið málið úr hófi og það sé allt hið vandræðalegasta. Fyrst hafi það verið sent til sérstaks saksóknara sem hafi vísað því frá sér. FME hafi haft mánuð til að andmæla því en ekki nýtt sér þann rétt. Fimm mánuðum síðar hafi stofnunin síðan sent málið til ríkissaksóknara, sem hafi sent það áfram til sérstaks ríkissaksóknara. Þess ber að geta að ríkissaksóknari, Valtýr Sigurðsson, fjallar ekki um mál tengd kreppunni. „Ég undrast það að stofnunin skuli fara krókaleiðir og kaupa vinnu hæstaréttarlögmanna út í bæ til að finna leiðir til að klekkja á mér,“ segir Kristinn. Hann segir stofnunina vera að fá línurnar lagðar og hann sem einstaklingur lendi inn á milli. „Hvers lags viðhorf gagnvart einstaklingum er þetta? Þetta er bara rakin móðgun!“ Gunnar segir vissulega um prófmál að ræða, í þeim skilningi að með því fáist fordæmi um hvernig mál af þessum toga verði meðhöndluð í framtíðinni. Dómstólar verði að meta það, ef það fer alla leið.kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Fyrsta sakamálið sem sérstakur saksóknari, Ólafur Hauksson, tók til rannsóknar, var meint brot blaðamannsins Kristins Hrafnssonar á bankaleynd. Kristinn birti upplýsingar um lánveitingar Kaupþings til Róberts Tchenguiz og forsvarsmenn Fjármálaeftirlitsins (FME) telja að með því hafi hann rofið bankaleynd. Kristinn er afar ósáttur við málsmeðferðina og segist hafa orðið fyrir miklum skaða af málinu. „Ég mun nýta öll úrræði til að leita réttar míns, því ég lít svo á að verið sé að brjóta á mér með mjög alvarlegum hætti.“ Kristinn segir fráleitt að lög um bankaleynd nái yfir hann, enda vinni hann ekki hjá fjármálastofnun. Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, segir stofnunina eingöngu vera að fara eftir lögum. Samkvæmt þeim fylgi trúnaður upplýsingunum og því gildi bankaleyndin einnig um blaðamennina. „Hér togast á almannahagsmunir og svo sjálf lögin um þagnarskyldu. Við sendum málið áfram að ráði lögfræðinga til ríkissaksóknara. Lögin eru eins og þau eru og við getum ekki valið hvað við kærum og hvað við kærum ekki. Þetta er hins vegar allt mjög erfitt og viðkvæmt og ég hef skilning á því, en þetta eru brot á lögunum.“ Kristinn segir að FME hafi dregið málið úr hófi og það sé allt hið vandræðalegasta. Fyrst hafi það verið sent til sérstaks saksóknara sem hafi vísað því frá sér. FME hafi haft mánuð til að andmæla því en ekki nýtt sér þann rétt. Fimm mánuðum síðar hafi stofnunin síðan sent málið til ríkissaksóknara, sem hafi sent það áfram til sérstaks ríkissaksóknara. Þess ber að geta að ríkissaksóknari, Valtýr Sigurðsson, fjallar ekki um mál tengd kreppunni. „Ég undrast það að stofnunin skuli fara krókaleiðir og kaupa vinnu hæstaréttarlögmanna út í bæ til að finna leiðir til að klekkja á mér,“ segir Kristinn. Hann segir stofnunina vera að fá línurnar lagðar og hann sem einstaklingur lendi inn á milli. „Hvers lags viðhorf gagnvart einstaklingum er þetta? Þetta er bara rakin móðgun!“ Gunnar segir vissulega um prófmál að ræða, í þeim skilningi að með því fáist fordæmi um hvernig mál af þessum toga verði meðhöndluð í framtíðinni. Dómstólar verði að meta það, ef það fer alla leið.kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira