Segir kæru FME aðför gegn skynsemi 7. september 2009 04:30 ósáttur Kristinn telur Fjármálaeftirlitið vera óbilgjarnt í meðferð á hans málum. Fráleitt sé að kæra blaðamann fyrir brot á bankaleynd enda vinni hann ekki hjá fjármálafyrirtækinu. Málin gegn blaðamönnunum voru þau fyrstu sem sérstakur saksóknari tók til rannsóknar. fréttablaðið/vilhelm Fyrsta sakamálið sem sérstakur saksóknari, Ólafur Hauksson, tók til rannsóknar, var meint brot blaðamannsins Kristins Hrafnssonar á bankaleynd. Kristinn birti upplýsingar um lánveitingar Kaupþings til Róberts Tchenguiz og forsvarsmenn Fjármálaeftirlitsins (FME) telja að með því hafi hann rofið bankaleynd. Kristinn er afar ósáttur við málsmeðferðina og segist hafa orðið fyrir miklum skaða af málinu. „Ég mun nýta öll úrræði til að leita réttar míns, því ég lít svo á að verið sé að brjóta á mér með mjög alvarlegum hætti.“ Kristinn segir fráleitt að lög um bankaleynd nái yfir hann, enda vinni hann ekki hjá fjármálastofnun. Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, segir stofnunina eingöngu vera að fara eftir lögum. Samkvæmt þeim fylgi trúnaður upplýsingunum og því gildi bankaleyndin einnig um blaðamennina. „Hér togast á almannahagsmunir og svo sjálf lögin um þagnarskyldu. Við sendum málið áfram að ráði lögfræðinga til ríkissaksóknara. Lögin eru eins og þau eru og við getum ekki valið hvað við kærum og hvað við kærum ekki. Þetta er hins vegar allt mjög erfitt og viðkvæmt og ég hef skilning á því, en þetta eru brot á lögunum.“ Kristinn segir að FME hafi dregið málið úr hófi og það sé allt hið vandræðalegasta. Fyrst hafi það verið sent til sérstaks saksóknara sem hafi vísað því frá sér. FME hafi haft mánuð til að andmæla því en ekki nýtt sér þann rétt. Fimm mánuðum síðar hafi stofnunin síðan sent málið til ríkissaksóknara, sem hafi sent það áfram til sérstaks ríkissaksóknara. Þess ber að geta að ríkissaksóknari, Valtýr Sigurðsson, fjallar ekki um mál tengd kreppunni. „Ég undrast það að stofnunin skuli fara krókaleiðir og kaupa vinnu hæstaréttarlögmanna út í bæ til að finna leiðir til að klekkja á mér,“ segir Kristinn. Hann segir stofnunina vera að fá línurnar lagðar og hann sem einstaklingur lendi inn á milli. „Hvers lags viðhorf gagnvart einstaklingum er þetta? Þetta er bara rakin móðgun!“ Gunnar segir vissulega um prófmál að ræða, í þeim skilningi að með því fáist fordæmi um hvernig mál af þessum toga verði meðhöndluð í framtíðinni. Dómstólar verði að meta það, ef það fer alla leið.kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Fyrsta sakamálið sem sérstakur saksóknari, Ólafur Hauksson, tók til rannsóknar, var meint brot blaðamannsins Kristins Hrafnssonar á bankaleynd. Kristinn birti upplýsingar um lánveitingar Kaupþings til Róberts Tchenguiz og forsvarsmenn Fjármálaeftirlitsins (FME) telja að með því hafi hann rofið bankaleynd. Kristinn er afar ósáttur við málsmeðferðina og segist hafa orðið fyrir miklum skaða af málinu. „Ég mun nýta öll úrræði til að leita réttar míns, því ég lít svo á að verið sé að brjóta á mér með mjög alvarlegum hætti.“ Kristinn segir fráleitt að lög um bankaleynd nái yfir hann, enda vinni hann ekki hjá fjármálastofnun. Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, segir stofnunina eingöngu vera að fara eftir lögum. Samkvæmt þeim fylgi trúnaður upplýsingunum og því gildi bankaleyndin einnig um blaðamennina. „Hér togast á almannahagsmunir og svo sjálf lögin um þagnarskyldu. Við sendum málið áfram að ráði lögfræðinga til ríkissaksóknara. Lögin eru eins og þau eru og við getum ekki valið hvað við kærum og hvað við kærum ekki. Þetta er hins vegar allt mjög erfitt og viðkvæmt og ég hef skilning á því, en þetta eru brot á lögunum.“ Kristinn segir að FME hafi dregið málið úr hófi og það sé allt hið vandræðalegasta. Fyrst hafi það verið sent til sérstaks saksóknara sem hafi vísað því frá sér. FME hafi haft mánuð til að andmæla því en ekki nýtt sér þann rétt. Fimm mánuðum síðar hafi stofnunin síðan sent málið til ríkissaksóknara, sem hafi sent það áfram til sérstaks ríkissaksóknara. Þess ber að geta að ríkissaksóknari, Valtýr Sigurðsson, fjallar ekki um mál tengd kreppunni. „Ég undrast það að stofnunin skuli fara krókaleiðir og kaupa vinnu hæstaréttarlögmanna út í bæ til að finna leiðir til að klekkja á mér,“ segir Kristinn. Hann segir stofnunina vera að fá línurnar lagðar og hann sem einstaklingur lendi inn á milli. „Hvers lags viðhorf gagnvart einstaklingum er þetta? Þetta er bara rakin móðgun!“ Gunnar segir vissulega um prófmál að ræða, í þeim skilningi að með því fáist fordæmi um hvernig mál af þessum toga verði meðhöndluð í framtíðinni. Dómstólar verði að meta það, ef það fer alla leið.kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira