Enski boltinn

Hughes kemur City til varnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mark Hughes, stjóri City.
Mark Hughes, stjóri City. Nordic Photos / Getty Images
Mark Hughes, stjóri Manchester City, segir ekkert óeðlilegt við aðferðir City við að reyna að kaupa Joleon Lescott frá Everton.

Everton hefur hafnað tveimur tilboðum frá City í Lescott og einnig félagaskiptabeiðni frá leikmanninum sjálfum. David Moyes, stjóri Everton, sagði aðferðir City ógeðfelldar í þessu máli. Því var Hughes ekki sammála.

„Okkur finnst að við höfum verið að standa rétt að þessu máli og farið í gegnum réttar boðleiðir. Það kemur mér ekki á óvart að þetta skuli angra David því þannnig er það þegar það er verið að reyna að kaupa einn af bestu leikmönnum félagsins," sagði Hughes við enska fjölmiðla.

Hughes sagði City enn hafa áhuga á Lescott og að málinu væri því ekki lokið enn. „Málið er að við höfum ekki verið að flytja þetta mál opinberlega. Það gerði Everton þegar þeir greindu frá þessu á heimasíðu sinni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×